Fyrirspurnir

Heyrðu í okkur og við leysum verkefnið

Starfsumsókn

Edit Template

Verkstæði

Öflugt

Verkstæði

Verkvík-Sandtak er staðsett að Rauðhellu 3 í Hafnarfirði.

Á verkstæði okkar þjónustum við við viðskiptavini okkar í ryðhreinsun og tæringarvörnum.

Á verkstæðinu eru:

Votsandblástur hjá Verkvík-Sandtak

Við bjóðum uppá:

Við förum hvert á land sem er. Undanfarin ár hefur Verkvík-Sandtak verið leiðandi í stærstu og flóknustu sandblásturs verkefnum hérlendis.

Sandblástur

Við sandblásum allt frá felgum til jarðbora. Ekkert starfandi fyrirtæki á landinu hefur jafn langa og mikla reynslu af sandblæstri eins og Verkvík-Sandtak. Á þeim áratugum sem við höfum starfað við sandblástur hefur orðið gríðarleg þróun í ryðhreinsun og tæringarvörnum.

Auk þess að reka öflugt og fullkomið verkstæði til sandblásturs, búum við einnig yfir færanlegum búnaði sem gerir okkur kleift að koma til viðskiptavina okkar á verkstað.

Verkstæði okkar er eitt öflugasta og fullkomnasta sandblástursverkstæði landsins. Auk sandblásturs bjóðum við upp á yfirborðsmeðhöndlun. Sandurinn er með mismunandi hörku og grófleika þannig að við getum fínblásið viðkvæma hluti og einnig ráðist í að rífa vel upp yfirborð á hörðu stáli, sem bestar viðloðun tæringarvarnarefna.

Ef verk bjóða ekki upp á sandblástur getum við ryðhreinsað með öflugum háþrýstiþvotti. Háþrýstiþvottur getur hentað hvort sem heldur við nýsmíði eða eldra stál, fyrir smástykki eða gríðarstór stálmannvirki, ofanjarðar, neðanjarðar eða undir vatni. Við bjóðum viðskiptavinum okkar lausnir sem endast.

Ekkert verkefni er okkur ofviða. Hvort sem um ræðir nýsmíði eða viðhald á eldra járni, smástykki eða tugir tonna af járni þá getum við meðhöndlað það á þann hátt sem þarf og uppfyllum alla staðla varðandi ryðhreinsun og tæringarvarnir.

Iðnaðarmálun

Þegar sandblæstri og ryðhreinsun er lokið er aðeins hálft verkið unnið. Iðnaðarmálun er ekki síður mikilvægur þáttur í viðhaldi stáls.

Málningarkerfin sem notuð eru skipta miklu máli og við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á bestu vörur sem völ er á hverju sinni. Við bjóðum upp á allar gerðir málningarkerfa sem uppfylla ströngustu gæðastaðla.

Við bjóðum upp á hágæða epoxy- og polyurethanefni hvort sem um er að ræða fyrsta grunn, tæringarvörn eða iðnaðarlakk.Íslensk mannvirki þurfa að þola óvægna veðráttu og bjóða náttúruöflunum birginn, það er lykilatriði að meta aðstæður hverju sinni og velja réttu efnin.

Sérstök málningarkerfi eru ætluð fyrir sjávarágang, þol við efnaálagi eða sterkt sólarljós. Það margborgar sig því að leita til sérfræðinga þegar velja á tæringarvörn sem á að standast tímans tönn.

Málmhúðun

Fyrir sandblásið stál er málmhúðun mjög öflug tæringarvörn. Algengast er að nota hefðbundin zinkböð en þegar umfang hluta vex umfram stærð þeirra býr Verkvík-Sandtak yfir fullkomnum tækjum til að sprauta málmhúð á yfirborð málma.

Algengast er að zink- eða álhúða málminn en við getum einnig boðið upp á fleiri lausnir.

Myndasafn

Verkstæði - myndir

Iðnaðarmálun
Verkstæði málun
Sandblástursklefi
Zinkhúðun
Zinkhúðun
Háþrýstiþvottur
Verkstæði Rauðhellu 3

Helstu viðskiptavinir

Fjölbreytt verksvið, áratuga reynsla og sérþekking starfsmanna Verkvíkur-Sandtaks hefur skilað því að fyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Landsnet, Míla, Rio Tinto Alcan, Orkuveita Reykjavíkur, Elkem, Norðurál, Vegagerðin, olíufélögin og helstu stálsmiðjur landsins eru meðal ánægðra viðskiptavina okkar og leita til okkar ár eftir ár. 

Logo Landsvirkjun
Logo Landsnet
Logo Orkuveita Reykjavíkur
Logo Míla
Logo Vegagerðin
Logo Rio Tinto Alcan
Logo Elkem
Logo Norðurál

Tengiliðir

Við erum til þjónustu reiðubúin fyrir þig. Settu þig í samband við tengiliðina okkar og við gerum okkar allra besta til þess að leysa verkefnin sem þú þarft, fljótt og örugglega. 

Jón Valberg Sigurjónsson

Jón Valberg Sigurjónsson

Verkstæðisformaður
Sturla Ómarsson

Sturla Ómarsson

Framkvæmdastjóri

Verkvík - Sandtak

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is