Fyrirspurnir

Heyrðu í okkur og við leysum verkefnið

Starfsumsókn

Edit Template

Helstu verkefni

Helstu verkefni

Ánægðir viðskiptavinir

Viðskiptavinir okkar eru stór og öflug fyrirtæki sem starfa í grunninnviðum landsins eins og samgöngum og orkudreifingu. Til þess að tryggja raforkuöryggi skiptir öllu að þau mannvirki sem sjá um orkuflutninga séu vel úr garði gerð og standist íslenska veðráttu og áraunir.

Verkvík-Sandtak hefur tekið að sér mörg stór og krefjandi verkefni sem hefur fært okkur aukna þekkingu og ómetanlega reynslu. Á löngum rekstrarferli fyrirtækisins höfum við átt farsæl viðskipti og samstarf við mörg stærstu fyrirtæki landsins, sem leita reglulega til okkar.

Fjarskipti og sendistöðvar

Fjarskipti og sendistöðvar

Fjarskipti er mikilvægur hluti af innviðum. Um allt land er að finna fjarskiptamöstur og sendistöðvar sem eru í rekstri RÚV, Mílu og Vodafone en Verkvík-Sandtak hefur unnið að viðhaldi og endurnýjun fyrir alla þessa rekstraraðila fjarskipta.

Staðsetning sendistöðva og fjarskiptamastra er oft á fáförnum og afskekktum stöðum fjarri alfaraleið. Um árabil hefur Verkvík-Sandtak sinnt viðhaldi þessara mannvirkja oft við krefjandi aðstæður. Þá höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum reist ný fjarskiptamöstur uppi á fjöllum.

Olíubirgðastöðvar

Verkvík-Sandtak hefur á undanförnum árum sinnt viðhaldi við olíubirgðastöðvar fyrir olíufélög víða um land.

Viðhald olíubirgðastöðva er lykilatriði til þess að tryggja dreifingu og afhendingu á olíu bæði á láði og legi. Viðhald olíubirgðastöðva hefur verið fólgið í sandblæstri og endurmálun á olíutönkum ásamt viðhaldi á steypu, mannvirkjum og olíulögnum.

Viðhald olíutanka innan frá með sandblæstri og epoxyhúðun eru krefjandi. Sér í lagi tilfelli risa neðanjarðartanka eins og í Helguvík og á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem Verkvík-Sandtak þjónustaði.

Oliubirgðastöðvar
Starfsumsókn hjá Verkvík

Orkuver

Verkvík-Sandtak hefur skapað sér gott orðspor í viðhaldi á mannvirkjum fyrir orkuver landsins.

Fyrsta verkefni okkar fyrir Landsvirkun var árið 2002 þar sem við gerðum við miklar steypuskemmdir á Laxárvirkjun í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Allt frá þeim tíma höfum við unnið stór jafnt sem smá verkefni fyrir Landsvirkjun sem framleiðir meiri hluta raforku landsins.

Helst má nefna verkefni á borð við: 

Auk fjölda annara minni verka um land allt.

Orkuveita Reykjavíkur hefur ásamt Landsvirkjun verið viðskiptavinur gegnum tíðina. Flest verkefni fyrir Orkuveituna hafa verið á virkjanasvæðinu á Hellisheiði og falið í sér sandblástur, málmhúðun, steypuviðgerðir og almennt viðhald mannvirkja víða um land. Þá hefur Verkvík einnig komið að viðhaldi heitavatnstanka fyrir Veitur.

Raflínumöstur

Raflínumöstur og undirstöður þeirra eru nauðsynleg mannvirki. Það þarf ekki að hugsa þá hugsun til enda ef ekki væri rétt farið að og háspennumastur í rekstri færi á hliðina.

Allt frá 2005 hefur Verkvík-Sandtak þjónustað og sinnt viðhaldi og endurnýjun á steyptum undirstöðum við raflínumöstur sem rekin eru víða um land.

Viðhald og viðgerðir á raflínumöstrum er vandasamt verkefni. Mikið þróunarstarf hefur verið unnið hjá Verkvík-Sandtak og Landsneti varðandi aðferðir við þessa vinnu.

Hingað til hefur þessi vinna gengið farsællega og hefur mikil reynsla skapast hjá fyrirtækinu til þess að sinna þessu krefjandi verkefni.

Raflínumöstur

Samgöngu
mannvirki

Brýr eru bráðnauðsynleg samgöngumannvirki. Óbrúaðar ár væru annars farartálmi í samgöngum fyrir fólk og fyrirtæki.

Fyrir Vegagerðina hefur Verkvík-Sandtak komið að viðhaldi og framkvæmdum við samgöngumannvirki. Verkefnin hafa verið misjöfn að stærð. Allt frá litlum viðhaldsverkefnum til nýframkvæmda við brýr. Þessi verkefni geta verið krefjandi og flókin, þar sem í mörg horn er að líta.

Stóriðja

Fjölmörg verkefni fyrir stóriðju hafa verið unnin af Verkvík-Sandtak. Þessi störf þarf að vinna hratt og örugglega, hvort sem þau eru einföld eða tæknilega flókin í framkvæmd.

Stóriðjuver eins og málmbræðslur og stærri verksmiðjur eru að stærstum hluta byggð úr stáli á steyptri undirstöðu. Almenn viðhaldsþörf getur verið umtalsverð enda mikil áníðsla á mannvirkjum og búnaði samhliða rekstri. Viðhald, endurbætur og breytingar eru ómissandi hluti af þeim rekstri og hafa gjarnan mikla hagræðingu í för með sér fyrir verkkaupann.

Við höfum gegnum tíðina unnið að fjölbreyttum verkefnum fyrir stóriðjuna á borð við steypuviðgerðir, stálviðgerðir, endurnýjun klæðninga, breytingar, nýframkvæmdir og svo má lengi telja.

Um Verkvík

Myndasafn

Helstu verkefni - myndir

Sandblástur
Steingrímsstöð
Háþrýstiþvottur
Sandblástur
Fjarskipti og sendistöðvar
Raflínumöstur
Zinkhúðun
Tankavinna
Sprautuvinna
Stóriðja
Málun
Málun
Málun
Orkuver
Sandblástur
Skip
Steinsteypa
Tankavinna
Tankavinna
Oliubirgðastöðvar
Viðhald brúa
Norðurál
Zinkhúðun
Zinkhúðun
Votsandblástur

Helstu viðskiptavinir

Fjölbreytt verksvið, áratuga reynsla og sérþekking starfsmanna Verkvíkur-Sandtaks hefur skilað því að fyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Landsnet, Míla, Rio Tinto Alcan, Orkuveita Reykjavíkur, Elkem, Norðurál, Vegagerðin, olíufélögin og helstu stálsmiðjur landsins eru meðal ánægðra viðskiptavina okkar og leita til okkar ár eftir ár. 

Logo Landsvirkjun
Logo Landsnet
Logo Orkuveita Reykjavíkur
Logo Míla
Logo Vegagerðin
Logo Rio Tinto Alcan
Logo Elkem
Logo Norðurál

Tengiliðir

Við erum til þjónustu reiðubúin fyrir þig. Settu þig í samband við tengiliðina okkar og við gerum okkar allra besta til þess að leysa verkefnin sem þú þarft, fljótt og örugglega. 

Gunnar Hans Hafsteinsson

Gunnar Hans Hafsteinsson

Aðstoðarframkvæmdastjóri
Birgir Már Bjarkason

Birgir Már Bjarkason

Verkefnaastjóri

Verkvík - Sandtak

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is