Verkvík stofnað
Verkvík var stofnað sem fámennt fyrirtæki. Traustur kjarni iðnaðarmanna byggist upp, sem leiða félagið enn í dag. Með þekkingu, mannauði og tækjabúnaði höfum við byggt upp traust á markaðnum.
Verkvík hóf starfsemi vorið 1991. Markmið félagsins var að sinna viðgerðum og viðhaldi á íbúðarhúsnæði á faglegan hátt. Fyrstu árin var Verkvík fámennt fyrirtæki. Fljótlega byggðist upp traustur kjarni iðnaðarmanna sem leiða félagið enn í dag.
Eftir aldamót urðu verkefnin umfangsmeiri og fyrirtækið óx samfara því. Fyrirtækið tók að sér flóknari verkefni ásamt viðhaldi fyrir stærstu húsfélög landsins. Árið 2004 sameinuðust Verkvík og Sandtak og úr varð Verkvík-Sandtak. Á þeim tíma bættust við fyrstu verkin fyrir orkuiðnaðinn og stóriðjuna. Í dag er starfseminn okkar nær eingöngu helguð stóriðju af öllum toga.
Verkvík stofnað
Verkvík var stofnað sem fámennt fyrirtæki. Traustur kjarni iðnaðarmanna byggist upp, sem leiða félagið enn í dag. Með þekkingu, mannauði og tækjabúnaði höfum við byggt upp traust á markaðnum.
Stærri verkefni
Aukin samlegðaráhrif
Traustur samstarfsaðili
Sérstaða okkar á sviði viðhalds og viðgerða á fasteignum, iðnaðarmannvirkum og orkuverum hefur gert stærstu fyrirtæki landsins að viðskiptavinum Verkvíkur-Sandtaks.
Við erum til þjónustu reiðubúin fyrir þig. Settu þig í samband við tengiliðina okkar og við gerum okkar allra besta til þess að leysa verkefnin sem þú þarft, fljótt og örugglega.