Verkvík hóf starfsemi vorið 1991. Markmið félagsins var að sinna viðgerðum og viðhaldi á íbúðarhúsnæði á faglegan hátt. Fyrstu árin var Verkvík fámennt fyrirtæki en þar byggðist upp traustur kjarni iðnaðarmanna sem leiða félagið enn þann dag í dag. Félagið bætti við sig jafnt og þétt þekkingu, mannskap og tækjabúnaði sem skilaði félaginu árangri og trausti á þessum markaði. Eftir aldamótin má segja að félagið hafi vaxið ört og fóru verkefnin stækkandi. Við tókum að okkur flókin viðhaldsverkefni fyrir mörg stærstu húsfélög landsins og árið 2002 unnum við okkar fyrsta verkefni fyrir Landsvirkjun. Árið 2004 sameinuðust Verkvík og Sandtak og úr varð eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði mannvirkjaviðhalds. Sandtak hafði um árabil haft mikla sérstöðu varðandi viðhald iðnaðar og stálmannvirkja enda sandblástur, zinkhúðun og hvers kyns tæringarvarnir sérþekking fyrirtækisins. Samlegðaráhrifin nýttust vel og úr varð eitt fjölhæfasta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í viðhaldi og viðgerðum á fasteignum, iðnaðarmannvirkjum og orkuverum. Við höfum á undanförnum árum unnið fjölda stórra verkefna fyrir marga af stærstu aðilum landsins t.d. Landsvirkjun, Landsnet, Orkuveituna, Rio Tinto Alcan, Norðurál, Járnblendifélagið, Olíufélögin, Vegagerðina, Mílu, ofl.
Verkvík-Sandtak er reynslumikið verktakafyrirtæki sem er byggt á traustum grunni. Mannauður félagsins er ómetanlegur og við höfum yfir að ráða mjög góðum tækjabúnaði. Við höfum starfað samfleytt í rúma tvo áratugi og staðið af okkur sveiflur markaðarins.
Höfuðmarkmið okkar er að skila gæðavinnu sem verður viðskiptavinum okkar hagstæðasti kosturinn þegar til lengri tíma er litið.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Forstjóri
GSM: 896 5666
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Framkvæmdarstjóri
GSM: 896 3666
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fjármálastjóri
GSM: 773 3771
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bókari
Sími: 567 1199
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Verkefnisstjóri - Múrverk
GSM: 895 8523