ÞJÓNUSTA VIÐ STÓRIÐJUNA OG ORKUVER

ÞJÓNUSTA VIÐ STÓRIÐJUNA OG ORKUVER

ÞJÓNUSTA VIÐ STÓRIÐJUNA OG ORKUVER:

Stóriðjuver eins og málmbræðslur og stærri verksmiðjur eru byggð að stærstum hluta úr stáli bæði húsakostur og vélbúnaður.  Undirstöður eru þó yfir höfuð úr járnbentri steinsteypu.  Viðhaldsþörfin er almennt umtalsverð enda mikil áníðsla á mannvikjum og búnaði samhliða rekstri.  Endurbætur og breytingar eru einnig hluti af rekstri og hagræðingu. Við höfum á undanförnum árum unnið mikið af fjölbreyttum verkefnum fyrir stóriðjuna.  Sérstaða okkar varðandi sandblástur og tæringarvarnir á stáli kemur sér vel fyrir þessa aðila en einnig höfum við unnið ótal önnur verkefni fyrir stóriðjuna t.d. steypuviðgerðir, stálviðgerðir, endurnýjun klæðninga, breytingar, nýframkvæmdir ofl. ofl.

Við höfum staðið að stórum verkefnum fyrir virkjanir og orkuver.  Þar má helst nefna ýmsar steypuviðgerðir á stíflumannvirkjum, sandblásur og epoxyhúðun á vatnsvegum Hrauneyjarfossvirkjunar og Búðarhálsvirkjunar.  Miklar endurbætur á stíflumannvirkjum og vatnslokum Steingrímsstöðvar og nú síðast sáum við um allan sandblástur og epoxyhúðun á vatnsvegum hinnar nýbyggðu Búðarhálsvirkjunar.

Fjölbreytt verksvið, áratuga reynsla og mikil verkþekking okkar hefur skilað því að fyrirtæki eins og Landsvikjun, Landsnet, Orkuveitan, álverin, olíufélögin ofl. hafa leitað til okkar ár eftir ár.

Járnsmíði fyrir ÍSAL, álverið í StraumsvíkSandblástur og iðnarmálun á burðarvirki efnisgeymslu ElkemRykhreinsun á olíutanki eftir sandblástur áður en epoxy húðun hefstSandblástur og iðnaðarmálun á afsogsrörakerfi ÍSAL í StraumsvíkVerið að setja upp stjórnhús eftir viðgerðir á löndunarkrana hjá ÍSALSandblástur og iðnaramálun á olíutanki á Keflavíkurflugvelli fyrir OlídreifinguUnnið í viðgerðum á gólfaeiningum hjá ÍSAL í StraumsvíkRyðhreinsun með 1000bar háþrýstiþvotti fyrir ÍSAGAUnnið við að einangra og klæða svartolíutank hjá ÍSAL í StraumsvíkNiðurrif á vegg í steypugryfju hjá ÍSAL í StraumsvíkHérna skipta réttu vinnu aðferðirnar miklu máli til að fá sem besta endinguÖflugur háþrýstiþvottur notaður til að hreinsa gamla málningu af olíutanki fyrir SkeljungTilraunir í yfirborðsmeðhöndlun á afsogsrörum hjá Norðurál Viðhald á efnisgeymslu fyrir Járnblendið á GrundartangaViðgerðir á Heber eða löndunarkrana fyrir súrál hjá ÍSAL Straumsvík

Hafa Samband

ÞAÐ GETUR VERIÐ VANDASAMT AÐ VELJA RÉTTAN VERKTAKA ÞEGAR FARA Á Í FRAMKVÆMDIR

  1. Við komum til þín, skoðum með þér verkefnið og gerum nákvæmar kostnaðaráætlanir með verklýsingum og öðrum gögnum án skuldbindinga.
  2. Þegar við gerum kostnaðaráætlun viljum við skýra frá öllum verkþáttum og kostnaði strax í upphafi.
  3. Við komum ekki með óraunhæft verðtilboð og við mælum ekki með lélegum bráðabirgðalausnum.
  4. Markmið okkar er að vera traust og heiðarlegt fyrirtæki.  Við stöndum við það sem við segjum í upphafi en stílum ekki á aukaverk og bakreikninga.
  5. Við stefnum ekki á að vera ódýrastir, heldur viljum við að viðskiptavinir okkar greiði sanngjarnt gjald fyrir vandaðar og faglegar lausnir.
  6. Við höfum aldrei viljað stækka fyrirtækið umfram getu og höfum vaxið jafnt og þétt.  Þannig höfum við staðið traustum fótum sama hvernig árar.

Þessi markmið okkar hafa skilað því að við eigum fasta trausta viðskiptavini sem velja að eiga viðskipti við okkur ár eftir ár.   Ef þetta eru kostir sem þú telur henta fyrir þín viðhaldsmál þá endilega vertu í sambandi við okkur.

Nánari upplýsingar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

08:00 - 17:00

HAFA SAMBAND

Rauðhellu 3

221 Hafnarfjörður 

Sími: 567-1199

Gsm: 896-5666 

Fax:  565-5632 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.