ÞJÓNUSTA VIÐ STÓRIÐJUNA OG ORKUVER:
Stóriðjuver eins og málmbræðslur og stærri verksmiðjur eru byggð að stærstum hluta úr stáli bæði húsakostur og vélbúnaður. Undirstöður eru þó yfir höfuð úr járnbentri steinsteypu. Viðhaldsþörfin er almennt umtalsverð enda mikil áníðsla á mannvikjum og búnaði samhliða rekstri. Endurbætur og breytingar eru einnig hluti af rekstri og hagræðingu. Við höfum á undanförnum árum unnið mikið af fjölbreyttum verkefnum fyrir stóriðjuna. Sérstaða okkar varðandi sandblástur og tæringarvarnir á stáli kemur sér vel fyrir þessa aðila en einnig höfum við unnið ótal önnur verkefni fyrir stóriðjuna t.d. steypuviðgerðir, stálviðgerðir, endurnýjun klæðninga, breytingar, nýframkvæmdir ofl. ofl.
Við höfum staðið að stórum verkefnum fyrir virkjanir og orkuver. Þar má helst nefna ýmsar steypuviðgerðir á stíflumannvirkjum, sandblásur og epoxyhúðun á vatnsvegum Hrauneyjarfossvirkjunar og Búðarhálsvirkjunar. Miklar endurbætur á stíflumannvirkjum og vatnslokum Steingrímsstöðvar og nú síðast sáum við um allan sandblástur og epoxyhúðun á vatnsvegum hinnar nýbyggðu Búðarhálsvirkjunar.
Fjölbreytt verksvið, áratuga reynsla og mikil verkþekking okkar hefur skilað því að fyrirtæki eins og Landsvikjun, Landsnet, Orkuveitan, álverin, olíufélögin ofl. hafa leitað til okkar ár eftir ár.
ÞAÐ GETUR VERIÐ VANDASAMT AÐ VELJA RÉTTAN VERKTAKA ÞEGAR FARA Á Í FRAMKVÆMDIR
Þessi markmið okkar hafa skilað því að við eigum fasta trausta viðskiptavini sem velja að eiga viðskipti við okkur ár eftir ár. Ef þetta eru kostir sem þú telur henta fyrir þín viðhaldsmál þá endilega vertu í sambandi við okkur.
Nánari upplýsingar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.