Ekkert starfandi fyrirtæki á landinu hefur jafn langa og mikla reynslu í sandblæstri. Sandtak sem síðar sameinaðist inn í Verkvík, hefur starfað samfleytt frá árinu 1988. Á þeim tíma hefur orðið gríðaleg þróun í ryðhreinsun og sérstaklega tæringarvörnum. Í dag rekum við öflugasta og fullkomnasta sandblásturs og tæringarvarnarverkstæði landsins og erum með mjög öflugan færanlegan búnað til allra okkar verka. Ef ekki er hægt að sandblása getum við ryðhreinsað með öflugum háþrýstiþvotti. Hvort sem um er að ræða nýsmíði eða eldra stál, smástykki eða risa-stálmannvirki, ofanjarðar, neðanjarðar eða undir vatni. Við getum boðið lausnir sem endast jafnvel í áratugi. Enda getum vi uppfyllt alla staðla varðandi tæringarvarnir.
VIÐ GETUM BOÐIÐ UPP Á:
- Sandblástur í öllum grófleikum.
- Epoxy tæringarvarnir.
- Iðnaðarmálun
- Zink- eða álhúðun.
- Fínblástur á áli
- Þurrísblástur
- 1000 bar háþrýstiþvott.
- Förum hvert á land sem er.
Flest stór og flókin sandblástursverkefni undanfarinna ára hérlendis hafa verið framkvæmd af okkur.
ÞAÐ GETUR VERIÐ VANDASAMT AÐ VELJA RÉTTAN VERKTAKA ÞEGAR FARA Á Í FRAMKVÆMDIR
Þessi markmið okkar hafa skilað því að við eigum fasta trausta viðskiptavini sem velja að eiga viðskipti við okkur ár eftir ár. Ef þetta eru kostir sem þú telur henta fyrir þín viðhaldsmál þá endilega vertu í sambandi við okkur.
Nánari upplýsingar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.