SANDBLÁSTUR

SANDBLÁSTUR, TÆRINGARVARNIR

Ekkert starfandi fyrirtæki á landinu hefur jafn langa og mikla reynslu í sandblæstri.  Sandtak sem síðar sameinaðist inn í Verkvík, hefur starfað samfleytt frá árinu 1988.  Á þeim tíma hefur orðið gríðaleg þróun í ryðhreinsun og sérstaklega tæringarvörnum.   Í dag rekum við öflugasta og fullkomnasta sandblásturs og tæringarvarnarverkstæði landsins og erum með mjög öflugan færanlegan búnað til allra okkar verka.  Ef ekki er hægt að sandblása getum við ryðhreinsað með öflugum háþrýstiþvotti.  Hvort sem um er að ræða nýsmíði eða eldra stál, smástykki eða risa-stálmannvirki, ofanjarðar, neðanjarðar eða undir vatni. Við getum boðið lausnir sem endast jafnvel í áratugi.  Enda getum vi uppfyllt alla staðla varðandi tæringarvarnir.

VIÐ GETUM BOÐIÐ UPP Á:

-                     Sandblástur í öllum grófleikum.

-                     Epoxy tæringarvarnir.

-                     Iðnaðarmálun

-                     Zink- eða álhúðun.

-                     Fínblástur á áli

-                     Þurrísblástur

-                     1000 bar háþrýstiþvott.

-                     Förum hvert á land sem er.

Flest stór og flókin sandblástursverkefni undanfarinna ára hérlendis hafa verið framkvæmd af okkur.

Sandblástur á stólalyftu skíðavæðisins í BláfjöllumSandblástur og málun á burðarsúlum fyrir þak hjá Esso í GrafarvogiSandblástur á gamla vitanum á Akranesi sumarið 2013Unnið við málmhúðun á lokum við HellisheiðarvirkjunSandblástur og epoxyhúðun á burðarbitum brúar yfir Þorskafjörð fyrir VegagaerðinaSandblástur á togaranum Bylgju VE Sandblástur á olíulögnum og krönum fyrir OlíudreifinguSandblástur á mikið ryðguðum lagnakrönum hjá OlíudreifinguJólaverkefni jólinn 2013 þar sem niðurgrafinn olíutankur var sandblásinn að innanSandblástur á jarðbornum Jötni fyrir JarðboranirUnnið við sandblástur og málning á kórónu alþingis húsins Undirbúningur fyrir epoxy húðun innan á olíutanki fyrir olíudreifinguVotblástur notaður til að hreinsa ónýta múrhúð af fjölbýlishúsiVotblástur á steypu til að hreinsa burt skemmda steypuSandblástur fyrir Aðalskoðun í Hafnarfirði Sandblástur á undirstöðum á fjarskipta mastri fyrir Mílu

Hafa Samband

ÞAÐ GETUR VERIÐ VANDASAMT AÐ VELJA RÉTTAN VERKTAKA ÞEGAR FARA Á Í FRAMKVÆMDIR

  1. Við komum til þín, skoðum með þér verkefnið og gerum nákvæmar kostnaðaráætlanir með verklýsingum og öðrum gögnum án skuldbindinga.
  2. Þegar við gerum kostnaðaráætlun viljum við skýra frá öllum verkþáttum og kostnaði strax í upphafi.
  3. Við komum ekki með óraunhæft verðtilboð og við mælum ekki með lélegum bráðabirgðalausnum.
  4. Markmið okkar er að vera traust og heiðarlegt fyrirtæki.  Við stöndum við það sem við segjum í upphafi en stílum ekki á aukaverk og bakreikninga.
  5. Við stefnum ekki á að vera ódýrastir, heldur viljum við að viðskiptavinir okkar greiði sanngjarnt gjald fyrir vandaðar og faglegar lausnir.
  6. Við höfum aldrei viljað stækka fyrirtækið umfram getu og höfum vaxið jafnt og þétt.  Þannig höfum við staðið traustum fótum sama hvernig árar.

Þessi markmið okkar hafa skilað því að við eigum fasta trausta viðskiptavini sem velja að eiga viðskipti við okkur ár eftir ár.   Ef þetta eru kostir sem þú telur henta fyrir þín viðhaldsmál þá endilega vertu í sambandi við okkur.

Nánari upplýsingar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

08:00 - 17:00

HAFA SAMBAND

Rauðhellu 3

221 Hafnarfjörður 

Sími: 567-1199

Gsm: 896-5666 

Fax:  565-5632 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.