Ekkert verkefni er okkur ofviða. Hvort sem um er að ræða nýsmíði eða eldra járn, smástykki eða tugir tonna af járni þá getum við meðhöndlað það og uppfyllt alla staðla varðandi ryðhreinsun og tæringarvarnir. Við erum með sand í mismunandi hörku og grófleika þannig að við getum fínblásið viðkvæma hluti og upp í að rífa vel upp yfirborð á hörðu stáli svo viðloðun tæringarvarnarefna sé sem best. Einnig getum við hreinsað álhluti án þess að þeir skemmist.