Oft getur verið ástæða til að málmhúða stálið eftir ryðhreinsun. Við erum með fullkomin tæki til að sprautu málmhúða yfirborð málma. Algengast er að zink- eða álhúða málminn en við getum boðið upp á fleiri lausnir. Ekki er þó hægt að húða alla hluti með miklum hita enda hefur sú aðferð ókosti í för með sér. Þá getum við boðið upp á mjög sterka epoxy-zink meðferð á yfirborði málma sem eykur endingu tæringarvarnar sem á eftir kemur til muna.