Þegar búið er að sandblása og ryðhreinsa járnið er aðeins hálf vinnan búin. Það er til lítils ef málað er yfir hreint járnið með lélegri málningu. Við bjóðum upp á hágæða epoxy- og polyurethanefni, hvort sem um er að ræða fyrsta grunn, tæringarvörn, eða iðnaðarlakk. Velja þarf efni eftir aðstæðum eins og veðrun og annari áníðslu. Sér kerfi eiga við um sjávargang, þol við efnaálagi, eða sterku sólarljósi. Það borgar sig því að leita til kunnáttumanna þegar tæringarvörn á að standast tímans tönn.