Við höfum unnið talsvert fyrir Orkuveitu Reykjavíkur bæði varðandi sandblástur og málmhúðun og einnig tekið að okkur steypuviðgerðir og almennt viðhald mannvirkja. Flest þessara verkefna hafa verið á virkjanasvæðinu á Hellisheiði en einnig höfum við séð um viðhald vatnstanka og gert við húseignir víðar.