Á undanförnum árum höfum við tekið að okkur stórverkefni víða um land fyrir olíufélögin varðandi viðhald olíubirgðarstöðva. Um er að ræða sandblástur og endurmálun á olíutönkum ásamt viðhaldi á steypu, mannvirkjum, olíulögnum ofl. Einnig höfum við verið að fara inní tankana til að sandblása þá og epoxyhúða að innan. Slík verk eru meira krefjandi sérstaklega í risatönkum sem eru neðanjarðar í Helguvík og á gamla varnarsvæðinu.