Árið 2002 unnum við okkar fyrsta verk fyrir Landsvirkjun er við tókum að okkur að gera við miklar steypuskemmdir á Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu. Síðan þá höfum við unnið fjölda verkefna fyrir Landsvirkjun bæði stór og smá. Helst má nefna: sandblástur og endurnýjun tæringarvarna í Hrauneyjarfossvirkjun og Búrfellsvirkjun, viðgerðir á lokum og stíflumannvirkjum Steingrímsstöðvar og svo sandblástur og tæringarvarnir á nýjustu virkjuninni Búðarhálsvirkjun. Einnig höfum við unnið fjölda annara minni verka um allt land.