Einnig höfum við þjónustað Landsnet varðandi viðhald og endurnýjun á steyptum undirstöðum undir raflínumöstur sem eru í rekstri víða um land frá árinu 2005. Mörg þessara verkefna eru afar krefjandi og það hefur verið unnið ákveðið þróunarstarf varðandi aðferðir við þessa vinnu. Það þarf vart að taka það fram hvernig færi ef ekki væri farið rétt að og háspennumastur í rekstri færi á hliðina. Þessi vinna hefur gengið farsællega hingað til enda komin mikil reynsla á hana.