Við tókum að okkur að endurnýja hráefnisgeymslu Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Verkið var mjög umfangsmikið: Allt stál var sandblásið, epoxy-zinkað, húðað og lakkað. Gera þurfti við færiband, skipta þurfti um talsvert af járnbitum og festingum. Að lokum var öll klæðning endurnýjuð. Verkið heppnaðist í alla staði vel og tók mannvirkið miklum stakkaskiptum.