ÁLIÐNAÐURINN

ÁLIÐNAÐURINN

Frá því fyrir aldamót hefur Sandtak unnið við sandblástur og tæringarvarnir fyrir álverið í Straumsvík. Þetta hafa verið mjög fjölbreytt verkefni allt frá ryðhreinsun á ýmsum járnhlutum sem notaðir eru í rekstri verksmiðjunnar og upp í mjög stór stálmannvirki eins og stóru rauðu og hvítu súrálstankana og einnig mjög flókin mannvirki oft við þröngar aðstæður.  Þegar Verkvík og Sandtak sameinuðust fórum við að bjóða álverinu upp á fjölbreyttari þjónustu og hefur sú vinna verið mjög mikil um árabil.  Þar ber helst að nefna að frá árinu 2007 höfum við séð um allt viðhald á steyptum gólfum í kerskálunum ásamt því að skipta út gólfeiningum.  Við höfum séð um mikið af uppsteypuverkefnum, breytingum og nýframkvæmdum ásamt því að sinna ýmsu viðhaldi fyrir rekstur verksmiðjunnar.  Verkvík-Sandtak er viðurkenndur verktaki hjá Rio Tinto Alcan með þjónustusamning við verksmiðjuna. 

Þjónusta við álver Norðuráls á Grundartanga hefur farið vaxandi undanfarin ár og þá aðallega í sandblæstri og tæringarvörnum.  Einnig höfum við tekið að okkur stór verkefni fyrir Járnblendið á Grundartanga.

Viðgerðir og breytingar á þéttflæðistöð við hafnarsílóEndurnýjun á tæringarvörnum á afsogsrörakerfiFrágangur á nýlagðri ílögn í gólf í kerskálaVerið að hreinsa deiglu sem er notuð til að flytja fljótandi ál Unnið í gólfaviðgerðum inn í kerskála hjá Alcan StraumsvíkTilraunir með sandblástur og epoxyhúðun á afsogsrörakerfið hjá Norðurál
Sandblástur hjá ÍSAL í StraumsvíkEndurnýjun á ásetum fyrir gólfaeiningar í kerskálaÞarna þurfti krana hærri en Hallgrímskirkju til að geta unnið verkiðSteypuviðgerðir á mannvirkjum hjá Alcan StraumsvíkUnnið við viðgerðir og sandblástur í þéttflæðistöð Viðgerðir í steypugryfju hjá ÍSAL í StraumsvíkMálun á síuhúsi sem kom ómálað og uppfyllti ekki kröfur ÍSALVerið að steypa nýja gólfaílögn í kerskála með skálagenga steypubílnum okkarSandblástur og iðnaðarmálun á mannvirkjum við hafnarsíló hjá Norðurál Undirbúningur fyrir að steypa í gólfplötuUnnið við viðgerðir á gólfi í milligangi milli kerskálaMálun á afsogsrörakerfi hjá Alcan í StraumsvíkHér er verið að framkvæma úrbætur í öryggismálum ofan á hafnarsílóumEndurnýjun á klæðningu á efnisgeymslu hjá Elkem á Grundartanga

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

08:00 - 17:00

HAFA SAMBAND

Rauðhellu 3

221 Hafnarfjörður 

Sími: 567-1199

Gsm: 896-5666 

Fax:  565-5632 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.